Orðalisti LÍSU

Smelltu hér til að ná í Orðalista LÍSU

Um orðalista LÍSU

Orðanefnd LÍSU sér um að þýða orð/hugtök sem tengjast landupplýsingum og smíða ný orð á íslensku. Engin slík vinna fer fram annarsstaðar á þessu sviði á Íslandi. Nefndin hefur gefið út 7 útgáfur af orðalista LÍSU en orðalistinn var fyrst gefinn út árið 1997. Orðalistann má finna í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar en þar er nú að finna 5. útgáfu listans.
Fyrirspurnir til Orðanefndar LÍSU berast frá ýmsum. Töluvert er leitað til nefndarinnar frá Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins um tillögur að og álit á þýðingum t.d. vegna INSPIRE tilskipunarinnar og aukins Evrópusamstarfs. Einnig eru talsverð samskipti við Staðlanefnd LÍSU og aðra LÍSU félaga. Orðanefndin hefur einnig leitað til sérfræðinga vegna sérhæfðra hugtaka.
Orðalisti LÍSU er einkum hugsaður fyrir þá sem vinna með landupplýsingar og landupplýsingakerfi.