Orðanefnd

Hlutverk orðanefndar er að fjalla um og gera tillögur að orðanotkun á sviði landupplýsinga á Íslandi. Nefndin leitast við að greina þarfir fyrir mismunandi verkefni á fagsviði nefndarinnar og vinna þau eftir því sem tækifæri gefast til. Nefndin hefur samstarf við aðrar orðanefndir og er tengiliður LÍSU við Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins vegna þýðinga á hugtökum á fagsviði nefndarinnar.

Helstu verkefni: Að viðhalda og uppfæra íslensk-enskan og ensk-íslenskan orðalista LÍSU, gerð sérhæfðra lista um afmörkuð málefni, sjá um útgáfustjórnun og stuðla að kynningu á orðalista LÍSU. Orðanefnd LÍSU hefur komið út á vefinn miklu orðasafni yfir landupplýsingakerfi og skyldar greinar. Orðalistinn er uppfærður reglulega og ný útgáfa sett upp 2015.

Í orðanefnd LÍSU eru:
Esther H. Jensen, formaður, Veðurstofu Íslands
Adam Hoffritz
Arna Björk Þorsteinsdóttir, Landgræðslu Íslands
Ásgeir Jónsson, Steinsholt sf.
Atli Guðjónsson, Efla verkfræðisstofa
Heiðar Þ. Hallgrímsson