27 nóv

Jólaráðstefna LÍSU 2017 30. nóvember

Jólaráðstefna LÍSU samtakanna 30. nóvember

Inline images 1

Nokkur sýnishorn um framsetningu landupplýsinga

Fimmtudaginn 30. nóvember kl. 14:00-16:00 í Norræna húsinu

Dagskrá

Erindi                                                                                   Fyrirlesari

 

Dagskráin       

Nánari upplýsingar erindin

Þátttökugjöld:   LÍSU félagar                                              kr  3.700
                           Aðrir                                                          kr  6.500
                           Þeir sem eru utan vinnumarkaðsins         kr  1.600

Skráning: lisa@landupplysingar.is 

Vinsamlegast sendið auglýsinguna áfram til annarra sem kynnu að hafa áhuga

24 feb

Fréttir frá aðalfundi LÍSU, 23. febrúar 2017

Aðalfundur LÍSU var haldinn 23. febrúar 2017.
Á fundinum voru samþykktar tillögur til lagabreytinga.  Lög LÍSU samtakanna 2017

Vinnureglur um aðild 2017
Samþykkt að hægt er sækja um 50% afslátt til fyrirtækja með fjóra eða færri starfsmenn sem viðbót við aðra afslætti sem hægt er að sækja um.

Stjórn samtakanna:
Ásbjörn Ólafsson, vegagerðin
Ásgeir Sveinsson, Kópavogsbæ
Ása Margrét Einarsdóttir, Ríkiseignir
Jóhann Thorarensen, Landgræðsla ríkisins
Jóhannes Birgir Jensson, Umhverfisstofnun
Skúli Pálsson, Verkís
Þórdís Sigurgestsdóttir, Faxaflóahafnir sem var kjörinn formaður samtakanna.

 

 

26 sep

Haustráðstefna LÍSU 2016, 20. október

Hinn árlegi viðburður Haustráðstefna LÍSU samtakanna verður í ár haldin fimmtudaginn 20. október  á Center Plaza Hotel, Aðalstræti 4, Reykjavík.

Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir notendur til að hittast og miðla af reynslu sinni og kynnast nýjungum í þróun búnaðar og verkefna á sviði landupplýsinga. Samhliða ráðstefnunni verður boðið upp á sýningu á nýjum verkefnum og búnaði og lausnum.

Þeir sem vinna með og nota landupplýsingar hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, þ.m.t. framleiðendur, ráðgjafar og stjórnendur, eru hvattir til að senda inn tillögur um erindi á ráðstefnuna  „Landupplýsingar 2016″.

Efnistök erinda geta verið frá öllum sviðum samfélagsins þar sem landupplýsingatækni er notuð; t.d. samgangna, veitukerfa, fasteigna, landbúnaðar, orku, heilsu- og umhverfismála. Þá eru alltaf velkomin erindi um um samræmd vinnubrögð, nýjar lausnir og búnað. Í undirbúningi er umfjöllun um nákvæmni  mæligagna og landamerki og um einnig um hjólreiðar.

Vinsamlegast sendið inn tillögur með: Heiti á erindi, nafni fyrirlesara og stutta lýsingu á efnistökum á netfangið: lisa@landupplysingar.is

Frestur til að skila inn tillögum að erindum er til 5. október !